Monday, November 28, 2011

Humarsalat með sætum kartöflum og dillsósu

Innihald:
  • 1 kg humar (skelflettur)
  • 1 sæt kartafla (skorin í teninga)
  • 3 msk smjör
  • 3 hvítlauksgeirar (smátt saxaðir)
  • 1 msk steinselja
  • 1 msk timian
  • salt og pipar
  • blandað salat að eigin vali
  • rauð paprika
  • agúrka
  • tómatar

Aðferð:
  • Bræðið 2 msk af smjöri á pönnu og bætið við helmingnum af hvítlauknum, helmingnum af kryddjurtunum og smá salti&pipar.
  • steikið kartöfluteningana þar til þeir eru orðnir smá brúnaðir, lækkið þá hitann og setjið lok yfir og látið krauma þar til þeir eru orðnir mjúkir og tilbúnir til átu.
  • Bræðið 2 msk af smjöri á annarri pönnu og bætið við restinni af hvítlauknum og kryddjurtunum.
  • Steikið humarinn.
  • Leggið humarinn og kartöflurnar á tilbúina salatblönduna og setjið smá sósu yfir allt saman.
 Dillsósa:
  • sýrður rjómi
  • dill
  • hvítlaukur (val þar sem það er nú þegar hvítlaukur í matnum)
  • salt
  • pipar

Wednesday, August 17, 2011

Humarsalat

Uppskriftin er fyrir fjóra til sex.

Innihald

    •    1 kg humar, án skeljar
    •    klípa af smjöri
    •    3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð
    •    2  msk. timjan og/eða steinselja, saxað
    •    1 avókadó
    •    1 mangó
    •    melónubitar (helst cantaloupe, appelsínugult kjöt)
    •    grænt salat, t.d.  klettasalat, spínat
    •    graslaukur
    •    handfylli bláber
    •    salt og grófmalaður pipar


Aðferð

Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið síðan timjani og/eða steinselju út á og síðan humrinum. Eldið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á.  Bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Dressing

    •    3 msk. ólífuolía
    •    3 msk. sítrónusafi
    •    1 tsk. dijon sinnep
    •    3 hvítlauksrif, marin
    •    1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja
    •    salt og grófmalaður pipar
Hráefnið sett í skál og allt hrært vel saman með gaffli.

Tekið af: http://www.dv.is/pjattrofur/2011/08/08/uppskrift-humarsalat-sumarsins/

Kalkúna eða svína morgunverðar pylsa

Hráefni
  • 450-500g  hakkað kalkúnakjöt eða svínakjöt
  • 1 tsk laukduft
  • 1/4 tsk af hverju: kúmín, svartur pipar, múskat, oregano, rauðar piparflögur, og malað engifer
  • 1-1/2 tsk alifugla (poultry) seasoning (eða 1/2 tsk af hverju: þurrkað basil, blóðberg og sage)
  • 1-1/2 tsk sea salt
  • 1 egg, létt þeytt

Aðferð
  • Blandaðu hráefnunum saman og láttu í kæli á a.m.k. klukkustund.
  • Búðu til klatta og steiktu þá þar til þeir eru fallega brúnir á báðum hliðum.
  • Ef þú notar kalkún gætirðu þurft að nota smá olíu á pönnuna. 
Tekið héðan: http://cavemanfood.blogspot.com

Tuesday, August 16, 2011

Ferskjuklattar

Klattarnir innihalda ca. 110 kaloríur hver og minna en 6 grömm af náttúrulegum sykri (uppskrift miðast við 10 stk.).

Innihald

  • 2.5 dl þurrkaðar ferskjur (líka gott að nota apríkósur)
  • 2.5 dl ristaðar möndlur
  • 1.25 dl ósættar kókosflögur
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 1 egg 

Leiðbeiningar


  • Blandaðu öllu þurra hráefninu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið nokkuð fínt.
  • Helltu ólífuolíunni yfir á meðan hráefnin blandast saman
  • Blandaðu egginu vel saman við blönduna í skál en ekki matvinnsluvél 
  • Gerðu ca. 10 klatta úr ,,deiginu" og settu á bökunarplötu.
  • Bakaðu á 180°c hita í ca. 20 mín.
Uppskrift tekin héðan: http://cavemanfood.blogspot.com/2009/01/primal-peach-patties.html

Tuesday, June 14, 2011

Kjúklingaleggir

Innihald:

kjúklingaleggir (nægir fyrir 20 leggi)
1 dl sojasósa
2 msk engiferrót
2 msk sesamolía eða ólífuolía
1 tsk kúmínduft
2 tsk garam masala eða karríduft
1/8 tsk cayennepipar
2 msk sesamfræ


Aðferð:

Rífið engiferrót. Blandið saman sojasósu, engifer, olíu, kúmíndufti, garam masala, cayennepipar og sesamfræum. Penslið kjúklingaleggina með kryddleginum og látið marenerast í a.m.k. í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°c. Klæðið ofnplötuna með bökunarpappír og leggið kjúklingaleggina þar á. Bakið í miðjum ofninum í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru gegnum eldaðir og stökkir. Varist að setja of mikið af marineringunni ef ætlunin er að hafa þá frekar stökka.

Wednesday, May 25, 2011

Karrísúpa

Innihald
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 3 cm ferskur engifer
  • 2 st. rautt chili
  • 1 msk karrípaste
  • 1 dl vatn
  • 2 stk grænmetisteningar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós tómatar
  • 2 stk. stórar kartöflur
  • 1 stk brokkolíhöfuð
  • salt, pipar og kóríander eftir smekk

Aðferð
  • Hvítlaukur pressaður og engifer afhýðaður og skorinn í agnarsmáa bita
  • chili fræhreinsað og skorið í litla bita
  • kartöflur og brokkolí skorið í hæfilega munnbita
  • olía hituð á pönnu og hvítlaukur, engifer, chili og karrípaste látið mýkjast og malla í 2-3 mín.
  • grænmetisteningar látnir leysast upp í vatninu og bætt útí ásamt kókosmjólk, tómötum og kartöflum og látið sjóða í u.þ.b. 5 mín.
  • brokkolíinu er bætt við og þetta er soðið áfram í 7 mín.
  • salti, pipar og ferskum kóríander er bætt við eftir smekk.

Grænmetissúpa

Innihald
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 stk. laukar
  • 3 stk. hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. oregano
  • 1 tsk. basilika
  • 1/2 tsk. timian
  • 2 stk. sellerístilkar
  • 2 stk. gulrætur
  • 1 stk. sæt kartafla
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 lítil dós tómatpaste
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 lítri vatn
  • 4 stk. grænmetisteningar


Aðferð:
  • Laukarnir skornir í þunna strimla og hvítlaukurinn pressaður.
  • olían hituð í potti og laukurinn og hvítlaukurinn látnir mýkjast þar í.
  • grænmeti skorið í hæfilega stóra munnbita og bætt útí
  • kryddinu, tómatpaste, tómötum, vatni og grænmetiskrafti er að lokum bætt við og allt er þetta soðið í 20-25 mín.

Thursday, May 19, 2011

Nautahakksréttur með sellerírótarbitum



Innihald
  • 1 msk kókosolía
  • 1 rauðlaukur
  • 300g nautahakk
  • 2 msk green/yellow curry paste
  • lófafylli af rúsínum
  • 2 msk ferskur kóríander
  • salt eftir smekk

Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann mýkist.
Nautahakkinu bætt við og látið brúnast. Þá er kominn tími til að bæta við karrýinu og rúsínunum.
Hitinn er lækkaður og látið krauma í nokkrar mínútur.
Þá er rétturinn tilbúinn en gott er að bæta við smá ferskum kóríander í lokin.


Sellerírótarbitar
  • 2 tsk kókosolía
  • 1 sellerírót
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • 1 msk ferskt rósmarín
  • 1 msk ferskt timian
  • 1 tsk kúmenfræ
Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og sellerírótin steikt í nokkrar mínútur.
Svo bætast kjúklingakrafturinn og kryddjurtirnar við og er þetta látið krauma á lágum hita með pottlokið á í 6-7 mínútur. Lokið er síðan tekið af og látið krauma í nokkrar mínútur, eða þangað til mesti vökvinn er farinn úr og sellerírótin orðin nokkuð mjúk (svipað og kartöflur).

Sunday, May 15, 2011

Æðislegt kjúklingasalat

Innihald:

    •    kjúklingabringur (skornar í bita/strimla)
    •    salt
    •    pipar
    •    dökkt agave sýróp
    •    sesamfræ

    •    salat (t.d. klettasalat, tómatur, avakadó, agúrka, paprika)

Dressing:
    •    ólífuolía
    •    hvítlaukur
    •    engifer
    •    steinselja
    •    1/2 tsk grænmetiskraftur
    •    smá salt
Öllu hrært vel saman.


Aðferð:

Kjúklingabringurnar eru steiktar uppúr ólífuolíu og kryddaðar með salti og pipar.
Þegar bringurnar eru fullsteiktar er agave sýrópinu og sesamfræunum hellt yfir og látið krauma á pönnunni í smá tíma.

Kjúklingurinn er látinn í salatbeðið og dressingunni er hellt yfir. Voila!

Sunday, April 17, 2011

Pestókjúklingur

Athugið að ef þið ætlið að hafa kartöflurnar með er best að byrja á þeim þar sem að þær taka lengri tíma.

fyrir 4
  • 4 kjúklingabringur
  • 1 pestókrukka (grænt, rautt eða heimagert)
  • 2 msk rjómaostur
  • 1 mozzarellakúla, rifin
  • 2 stórir tómatar eða nokkrir litlir, skornir í sneiðar (eða sólþurrkaðir)
  • salt og pipar eftir smekk
Skerið kjúklingabringurnar í tvo hluta og raðið í eldfast mót. Ég sker kjúklingabringurnar í tvo hluta svo að þær þurfi styttri eldunartíma. Hrærið saman pestóinu og rjómaostinum og hellið yfir kjúklinginn. Stráið svo mozzarella og tómötunum yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið við 200 C í 20-25 mínútur.
Ég bar kjúklinginn fram með kartöfluskífum sem ég geri svona;
Balsamkartöflur
  • Nokkrar kartöflur, skornar í 0.5 cm þykkar sneiðar
  • 0.5 dl ólífuolía
  • 2-3 msk balsamedik
  • salt og pipar
Raðið kartöflunum á bökunarplötu. Mér finnst oft gott að nota smjörpappír undir, þá festast kartöflurnar síður við. Hellið ólífuolíu og balsamediki yfir og bakið við 200 C í 40 mínútur.
Fyrir þá sem vilja gera pestóið sitt sjálfir, sem er mjög einfalt, þá læt ég fylgja hérna uppskrift af því:
Pestó
  • Handfylli af ferskum basilikublöðum
  • 50 g parmesanostur, rifinn
  • 1 1/2 dl ólífuolía
  • 3 msk furuhnetur
  • salt og pipar
  • avokado (valfrjálst)
Léttir réttir Rikku

Suðrænn þorskur

fyrir 4
  • 3 hvítlauksrif
  • chili-flögur (krydd) á hnífsoddi
  • 1 msk fersk steinselja
  • 4 msk ólífuolía
  • 5 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • 1 rósmaríngrein, smátt söxuð (takið greinina frá)
  • 800 g roðlaus þorskur, skorinn í bita
  • 2 sítrónur, skornar í þunnar sneiðar
Búið til marineringu með því að setja hvítlaukinn, chili-flögurnar, steinseljuna og ólífuolíuna í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Setjið yfir fiskinn ásamt tómötunum og rósmaríninu og látið liggja í a.m.k klukkustund, helst allt að 4 klukkustundum. Setjið þorskinn í eldfast mót og raðið sítrónusneiðunum yfir. Bakið við 200 C í 10 mínútur.

Tandoori kjúklingalundir

fyrir 4
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk Garam Masala krydd
  • 1 msk kanill
  • 2 1/2 msk Rajah tandoori mauk
  • safi af 1 sítrónu
  • 3 dl létt AB-mjólk
  • 1 1/2 msk agavesíróp
  • 600 g kjúklingalundir
  • 25 g saxaður ferskur kóríander, saxaður
Blandið saman hvítlauknum, kryddunum,sítrónusafanum, maukinu, AB-mjólkinni og sírópinu. Setjið kjúklingalundirnar út í og látið marinerast í amk. klukkustund. Þræðið lundirnar upp á pinna og grillið í u.þ.b.  5 mínútur á hvorri hlið. Stráið fersku kóriander yfir grillaðan kjúklinginn.
Mintusósa
  • 1 dl létt AB-mjólk
  • 1 dós sýrður rjómi 10%
  • ½ lítil dós ananas, saxaður
  • handfylli af ferskri mintu, söxuð
  • pínu salt
Blandið öllu saman og kælið.

Primal meðlæti:
  • Blandað salat. 
Annað mögulegt meðlæti:
  • Santa Maria heilhveiti tortillur
  • 1 dós hreinn fetaostur
  • 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í bita
  • 1 askja Lambhaga eikarlauf
Vefjið grillaðri kjúklingalund ásamt sósu grænmeti og fetaosti inn í hverja tortillu fyrir sig og berið fram.
Eða berið fram með blönduðu salati og hrísgrjónum.


Thursday, February 17, 2011

Tilviljunarfiskur

Hráefni:
  • Ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur, roð og beinhreinsaður
  • Lime-pipar
  • rófa, skorin í litla teninga
  • 2-3 gulrætur, skornar í litla teninga
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • slatti af frosnu blómkáli, niðursöxuðu
  • 5 cm bútur blaðlaukur, fínt saxaður
  • 1 soho hvítlaukur (í körfunum, eða 2-3 rif), fínt saxaður (ekki pressaður!)
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • 4 msk rjómaostur
  • 4 tsk dijon-sinnep
  • 1 tsk karrý
  • 2 tsk kóríander
  • 1 msk hunang
  • 5 msk relish (maukaðar súrar gúrkur, sjá)

Aðferð:
  • Fiskurinn skorinn niður í stóra bita (hvert flak kannski í 2-3 bita) og þeim raðað í eldfast fat.
  • Kryddað vel með lime-pipar.
  • Grænmetið allt saxað og því blandað saman í skál
  • Kryddað með svörtum pipar
  • Öllu í sósuna er blandað saman í annarri skál og smakkað til
  • Smyrjið svo sósunni yfir flökin og skutlið grænmetinu yfir.
  • Inní ofn á 190°C í ca 25 mínútur.

Hægt er að bera þennan rétt fram með soðnu kínóa (quinoa) með smátt skorinni gúrku, tómötum og fersku kóríander. Hægt er að krydda kínóað með lime-pipar, smá karrý, sveppatening og smá salti áður en kveikt er undir því.

Uppskrift stolið héðan.

Thursday, February 3, 2011

Tandoori kjúklingabringur

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur
  • ½ laukur
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk rifinn engifer
  • 1 msk olía
  • 1 dl ab- mjólk
  • 3 msk tandoori kryddblanda
  • 1/2 tsk chili mauk (valfrjálst)



Aðferð:

  • Skerðu kjúklingabringurnar í bita
  • Blandaðu öllu öðru hráefni saman og býrð til marineringu.
  • Settu kjúklinginn í sósuna og láttu marinerast í ca 15 mín.
  • Láttu bitana á ofnplötu (með smjörpappír) og bakaðu á 200°c í ca. 30 mín.



Gott er að bera fram með hrísgrjónum og/eða blönduðu salati.

Wednesday, February 2, 2011

Kjúklingur með beikoni

Hráefni:
  • 4 kjúklingabringur
  • 125 grömm rjómaostur með kryddblöndu
  • 50 grömm rifinn ostur
  • 2 teskeiðar grófkorna sinnep eða dijon sinnep
  • Nýmalaður pipar
  • 8-12 sneiðar magurt beikon
  • 250 grömm kirsuberjatómatar 


Aðferð:
  • Hitaðu ofninn í 200 gráður. 
  • Leggðu kjúklingabringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í aðra hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. 
  • Hrærðu saman rjómaosti, rifnum osti og sinnepi. 
  • Skiptu blöndunni í fjóra hluta og fylltu bringurnar. 
  • Kryddaðu þær með dálitlum pipar og vefðu svo 2-3 beikonsneiðum utan um hverja bringu. 
  • Raðaðu þeim í eldfast mót og dreifðu tómötunum í kring. 
  • Steiktu kjúklinginn og tómatana í ofninum, í um 20 mínútur, eða þar til bringurnar eru steiktar í gegn og ostayllingin farin að bráðna. 
  • Berðu bringurnar og tómatana fram í mótinu eða settu á fat.
  • Skafðu bráðinn ost og soð úr mótinu, hrærðu það saman og berðu það fram sem sósu.
Gott er að bera fram blandað salat með kjúklingnum.


Uppskrift af http://www.vefuppskriftir.com

Ýsu-og rækjuréttur

Hráefni:

  • 800 g ýsuflök
  • 300 g rækjur
  • 200 g sveppir
  • 1 laukur
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 2 gulrætur skornar í sneiðar
  • 1/2 dós ananaskurl
  • 150 g rjómaostur
  • 1 1/2 dl rjómi/ kaffirjómi
  • 1/2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk karrý
  • 1 1/2 tsk súpukraftur

Aðferð:

  • Steikið lauk og blaðlauk í smjöri
  • Bætið við paprikunni, gulrótunum, sveppunum, ananaskurlinu og safanum
  • Látið krauma í smástund. 
  • Setjið rjómaostinn og rjómann út í og látið jafnast út. 
  • Bætið kryddunum og súpukraftinum við.
  • Þá er fiskurinn settur út í og látið krauma í 8-10 mínútur. 
  • Bætið nú rækjunum út í og sjóðið í 1-2 mínútur. 

Meðlæti: hrísgrjón og/eða salat/hrásalat

Uppskrift tekin af www.bb.is

Tuesday, February 1, 2011

Lambalærissneiðar með sítrónu og mintu


Lærissneiðarnar eru góðar steiktar en enn betri grillaðar.

Hráefni:
  • 4 stk Lambalærissneiðar
  • 1 stk Hvítlauksrif (saxað)
  • 1 búnt Vorlaukur (saxaður)
  • 1 tsk Mintulauf  (söxuð)
  • 1 stk Sítróna, safi og börkur 
  • 4 msk Jómfrúarólífuolía 
  • Salt og svartur pipar



Aðferð:
  • Blandið saman hvítlauk, vorlauk, mintu, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki og ólífuolíu.
  • Skerið í fitulagið á lærissneiðunum með jöfnu millibili (til þess að það verpist ekki þegar þær eru grillaðar/steiktar) og raðið þeim á djúpan bakka, þannig að vel fari um hverja sneið.
  • Hellið kryddlögnum yfir kjötið, hyljið bakkann með plastfilmu og geymið í kæliskáp yfir nótt (allavega nokkrar klst.)
  • Grillið sneiðarnar á útigrillinu eða steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
  • Gott að bera lærissneiðarnar fram með hvítlaukssósu, bökuðum kartöflum og góðu grænmeti.

Hægt er að nota annað lambakjöt en lærissneiðar, ss. kótelettur eða framhryggjasneiðar.

Uppskrift tekin af www.kjarnafaedi.is

Monday, January 31, 2011

Japanskur kjúklingaréttur með stökkum núðlum.

Fyrir 6-8
Hráefni:
  • 6-8 kjúklingabringur
  • Olía til steikingar
  • Sweet  hot chili-sósa, eftir smekk
  • 2 pokar súpunúðlur
  • 200 gr möndluflögur
  • 2-4 msk sesamfræ 
  • Blandað salat, t.d. klettasalat, eikarlauf og lambasalat
  • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 2 mangó, skorin í bita
  • 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 
  • 1 bolli ólífuolía
  • ½ bolli balsamedik
  • 4 msk sykur
  • 4 msk. sojasósa 

Aðferð:

  • Skerið kjúklingabringur í strimla og snöggsteikið í olíu á pönnu. Hellið sweet hot chili-sósunni yfir og látið malla í smá stund.
  • Setjið ólífuolíu, balsamedik, sykur og sojasósu í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið af og til í sósunni á meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki. Láta kólna
  • Brjótið súpunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið til hliðar á disk og látið kólna. Ristið möndluflögur og sesamfræ sitt í hvoru lagi, Setjið til hliðar og kælið.
  • Setjið salat í stóra skál eða fat og blandið kirsuberjatómötunum mangóbitum og rauðlauk saman við. Dreifið ristuðu núðlunum, möndluflögunum og sesamfræjunum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks heita kjúklingastrimlana ofan á.

Þessi réttur geymist vel og er líka góður kaldur.

Það er að sjálfsögðu hægt að minnka og stækka hlutföllin eftir því sem við á.  

Ég man ekki hvaðan ég fékk þessa uppskrift.

Blómkálsgrjón

Hráefni 
  • 1 stórt blómkálshöfuð
  • 1-2 msk smjör eða kókosolía
  • salt eftir smekk
  • pressaður hvítlaukur (valfrjálst)

Aðferð
  • Setjið blómkálshöfuðið í nokkrar mín í örbylgjuna til þess að mýkja það.
  • Notið stóru götin í ostarifjárninu til þess að rífa niður blómkálshöfuðið
  • Hitið smjör eða olíu á stórri pönnu (miðlungsheit/heit panna)
  • Bættu blómkálinu við og eldaðu þar til blómkálið er orðið mjúkt og orðið örlítið ristað. 
  • Hægt er að bæta við hvítlauk í endann.
  • Þá eru grjónin tilbúin.
califlour-rice

Uppskrift fengin af http://thisprimallife.com

Chiliolía

Hráefni:
  • 250ml ólífuolía (mátt nota aðra olíu)
  • 5-10 fínt skorið ferskt chili
  • 1-2 heil chili
  • hvítlaukur (valfrjálst)

Aðferð:
  • Hitaðu olíuna í potti og bættu við fínt skorna chiliinu. 
  • Við eldum chiliið í ca.15 mín og viljum að hitinn nái upp í a.m.k. 85°c í 5 mín til þess að drepa allar bakteríur.
  • Látið þetta standa þar til kólnar, setjið álpappír eða pottlok yfir og látið standa í 12-24 tíma. 
  • Hægt er að bæta við fínt skornum hvítlauk til þess að fá skemmtilega blöndu.
  • Fjarlægðu chiliið og fræin úr blöndunni áður en þú hellir olíunni í flösku eða það ílát sem þú ætlar að geyma hana í. 
  • Skerðu heilu chiliin í strimla, fræhreinsaðu og settu í flöskuna.
  • Best er að geyma olíuna í kæli.
Fengið að láni:
Mynd

    Anuja's Sri Lanka kjúklingakókoskarrí


    Sri Lankan Coconut Chicken Curry
    Hráefni:
    • 2 tsk kókosolía
    • 1 skorinn laukur
    • 3 muldir hvítlauksgeirar
    • 2 tsk rifið ferskt engifer 
    • 3-4 græn eða rauð chili (fræhreinsið og skerið í ræmur) 
    • 1 tsk þurrkað tumeric
    • 1 tsk þurrkað kóríander
    • ½ tsk cayenne pepper
    • 5 stórar kjúklingabringur, skornar í bita. 
    • 1 dós kókosmjólk (skildu eftir smá af rjómakennda hlutanum af kókosmjólkinni til að bæta við í endann).
    • 1 pandan leaf eða ¼ bolli af ferskum karrílaufum (ég nota bara smávegis af venjulegu karrí)
    • 2 tsk sítrónusafi 
    • salt

    Aðferð:
    • Hitaðu olíu á stórri pönnu og bættu við lauk.
    • Steiktu á frekar lágum hita þar til laukurinn mýkist.
    • Bættu við hvítlauk, chili, turmeric, kóríander og cayenne.
    • Steiktu kjúklinginn örlítið á annarri pönnu.
    • Sameinaðu síðan báðar pönnurnar í pott og bættu við kókosmjólk, karrí og eldaðu í ca. 45 mínútur.
    • Undir lokin er gott að bæta við sítrónusafanum og afgangnum af kókosmjólkinni.
    • Saltið eftir smekk
    Berið fram með hrísgrjónum eða blómkálsgrjónum.

    Uppskriftir fengnar af http://thisprimallife.com

    Kókos kjúklingur


    Uppskrift fyrir ca.4
    2988339209 5b1c0a36eeHráefni:
    • 4 kjúklingabringur
    • ½ bolli kókosflögur
    • ½ bolli möndlumjöl
    • salt og pipar
    • 2 egg (hægt að nota mjólk í staðinn)
    • 3 msk kókosolía
    • blandað salat
    • 2 msk ólífuolia
    • 2 msk sítrónusafi


    Aðferð:

    • Snyrtu kjúklingabringurnar, skolaðu þær í köldu vatni og þerraðu.
    • Skerðu bringurnar síðan í ræmur og settu til hliðar
    • Blandaðu saman í djúpan disk, kókosflögur, möndlumjöl, salt og pipar. 
    • Brjóttu eggin í aðra skál og hrærðu þeim saman.
    • Veltu svo kjúklingastrimlunum uppúr eggjunum og síðan veltirðu þeim uppúr þurrblöndunni.
    • Hitaðu kókosolíu á miðlungsheitri pönnu og steiktu kjúklinginn þar til að að ,,húðin" verður gullinbrún og kjúklingurinn eldaður í gegn. 
    • Búðu til salat úr öllu því hráefni sem þig lystir og blandaðu kjúklingnum samanvið.
    • Settu svo örlítið af ólífuolíu sítrónusafa og salt og pipar yfir salatið.
      Uppskrift tekin af Mark's Daily Apple

      Þorskur með papriku og chili

      Hráefni:




      • 800g þorskflök
      • 2 stk grænar paprikur
      • 2 stk rauðar paprikur
      • 1 stk laukur(stór)
      • 3 stk hvítlauksgeirar
      • 1 stk chilialdin
      • 12 stk myntulauf
      • ólífuolía
      • grænmetiskraftur
      • chiliolía (uppskrift hér)
      • pipar og salt

      Aðferð:
      • Skerið paprikurnar i tvennt og fræhreinsið.
      • Afhýðið lauk og hvítlauk og setjið ásamt paprikum og chili i olísmurt mót.
      • Steikið i ofni i 10 mín við 200°C
      • Kælið og maukið i matvinnsluvél.
      • Skerið þorskflökin i jafna bita, smyrjið eldfast mót og setjið fiskinn í mótið.
      • Kryddið með saxaðri myntu, salti og pipar (takið frá örlítið af myntunni til að strá yfir i lokin)
      • Blandið paprikumaukinu saman við þorskinn i mótinu og hellið smá chiliolíu yfir.
      • Bakið við 180°C í um 15 mín.
      Uppskrift af þorskrétti