Wednesday, August 17, 2011

Humarsalat

Uppskriftin er fyrir fjóra til sex.

Innihald

    •    1 kg humar, án skeljar
    •    klípa af smjöri
    •    3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð
    •    2  msk. timjan og/eða steinselja, saxað
    •    1 avókadó
    •    1 mangó
    •    melónubitar (helst cantaloupe, appelsínugult kjöt)
    •    grænt salat, t.d.  klettasalat, spínat
    •    graslaukur
    •    handfylli bláber
    •    salt og grófmalaður pipar


Aðferð

Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið síðan timjani og/eða steinselju út á og síðan humrinum. Eldið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á.  Bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Dressing

    •    3 msk. ólífuolía
    •    3 msk. sítrónusafi
    •    1 tsk. dijon sinnep
    •    3 hvítlauksrif, marin
    •    1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja
    •    salt og grófmalaður pipar
Hráefnið sett í skál og allt hrært vel saman með gaffli.

Tekið af: http://www.dv.is/pjattrofur/2011/08/08/uppskrift-humarsalat-sumarsins/

No comments:

Post a Comment