Sunday, April 17, 2011

Suðrænn þorskur

fyrir 4
  • 3 hvítlauksrif
  • chili-flögur (krydd) á hnífsoddi
  • 1 msk fersk steinselja
  • 4 msk ólífuolía
  • 5 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • 1 rósmaríngrein, smátt söxuð (takið greinina frá)
  • 800 g roðlaus þorskur, skorinn í bita
  • 2 sítrónur, skornar í þunnar sneiðar
Búið til marineringu með því að setja hvítlaukinn, chili-flögurnar, steinseljuna og ólífuolíuna í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Setjið yfir fiskinn ásamt tómötunum og rósmaríninu og látið liggja í a.m.k klukkustund, helst allt að 4 klukkustundum. Setjið þorskinn í eldfast mót og raðið sítrónusneiðunum yfir. Bakið við 200 C í 10 mínútur.

No comments:

Post a Comment