Monday, January 31, 2011

Þorskur með papriku og chili

Hráefni:




  • 800g þorskflök
  • 2 stk grænar paprikur
  • 2 stk rauðar paprikur
  • 1 stk laukur(stór)
  • 3 stk hvítlauksgeirar
  • 1 stk chilialdin
  • 12 stk myntulauf
  • ólífuolía
  • grænmetiskraftur
  • chiliolía (uppskrift hér)
  • pipar og salt

Aðferð:
  • Skerið paprikurnar i tvennt og fræhreinsið.
  • Afhýðið lauk og hvítlauk og setjið ásamt paprikum og chili i olísmurt mót.
  • Steikið i ofni i 10 mín við 200°C
  • Kælið og maukið i matvinnsluvél.
  • Skerið þorskflökin i jafna bita, smyrjið eldfast mót og setjið fiskinn í mótið.
  • Kryddið með saxaðri myntu, salti og pipar (takið frá örlítið af myntunni til að strá yfir i lokin)
  • Blandið paprikumaukinu saman við þorskinn i mótinu og hellið smá chiliolíu yfir.
  • Bakið við 180°C í um 15 mín.
Uppskrift af þorskrétti

No comments:

Post a Comment