Tuesday, August 16, 2011

Ferskjuklattar

Klattarnir innihalda ca. 110 kaloríur hver og minna en 6 grömm af náttúrulegum sykri (uppskrift miðast við 10 stk.).

Innihald

  • 2.5 dl þurrkaðar ferskjur (líka gott að nota apríkósur)
  • 2.5 dl ristaðar möndlur
  • 1.25 dl ósættar kókosflögur
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 1 egg 

Leiðbeiningar


  • Blandaðu öllu þurra hráefninu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið nokkuð fínt.
  • Helltu ólífuolíunni yfir á meðan hráefnin blandast saman
  • Blandaðu egginu vel saman við blönduna í skál en ekki matvinnsluvél 
  • Gerðu ca. 10 klatta úr ,,deiginu" og settu á bökunarplötu.
  • Bakaðu á 180°c hita í ca. 20 mín.
Uppskrift tekin héðan: http://cavemanfood.blogspot.com/2009/01/primal-peach-patties.html

No comments:

Post a Comment