Aðferð: - Blandið saman hvítlauk, vorlauk, mintu, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki og ólífuolíu.
- Skerið í fitulagið á lærissneiðunum með jöfnu millibili (til þess að það verpist ekki þegar þær eru grillaðar/steiktar) og raðið þeim á djúpan bakka, þannig að vel fari um hverja sneið.
- Hellið kryddlögnum yfir kjötið, hyljið bakkann með plastfilmu og geymið í kæliskáp yfir nótt (allavega nokkrar klst.)
- Grillið sneiðarnar á útigrillinu eða steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
- Gott að bera lærissneiðarnar fram með hvítlaukssósu, bökuðum kartöflum og góðu grænmeti.
Hægt er að nota annað lambakjöt en lærissneiðar, ss. kótelettur eða framhryggjasneiðar. |
No comments:
Post a Comment