Thursday, February 17, 2011

Tilviljunarfiskur

Hráefni:
  • Ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur, roð og beinhreinsaður
  • Lime-pipar
  • rófa, skorin í litla teninga
  • 2-3 gulrætur, skornar í litla teninga
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • slatti af frosnu blómkáli, niðursöxuðu
  • 5 cm bútur blaðlaukur, fínt saxaður
  • 1 soho hvítlaukur (í körfunum, eða 2-3 rif), fínt saxaður (ekki pressaður!)
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • 4 msk rjómaostur
  • 4 tsk dijon-sinnep
  • 1 tsk karrý
  • 2 tsk kóríander
  • 1 msk hunang
  • 5 msk relish (maukaðar súrar gúrkur, sjá)

Aðferð:
  • Fiskurinn skorinn niður í stóra bita (hvert flak kannski í 2-3 bita) og þeim raðað í eldfast fat.
  • Kryddað vel með lime-pipar.
  • Grænmetið allt saxað og því blandað saman í skál
  • Kryddað með svörtum pipar
  • Öllu í sósuna er blandað saman í annarri skál og smakkað til
  • Smyrjið svo sósunni yfir flökin og skutlið grænmetinu yfir.
  • Inní ofn á 190°C í ca 25 mínútur.

Hægt er að bera þennan rétt fram með soðnu kínóa (quinoa) með smátt skorinni gúrku, tómötum og fersku kóríander. Hægt er að krydda kínóað með lime-pipar, smá karrý, sveppatening og smá salti áður en kveikt er undir því.

Uppskrift stolið héðan.

No comments:

Post a Comment