Wednesday, May 25, 2011

Karrísúpa

Innihald
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 3 cm ferskur engifer
  • 2 st. rautt chili
  • 1 msk karrípaste
  • 1 dl vatn
  • 2 stk grænmetisteningar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós tómatar
  • 2 stk. stórar kartöflur
  • 1 stk brokkolíhöfuð
  • salt, pipar og kóríander eftir smekk

Aðferð
  • Hvítlaukur pressaður og engifer afhýðaður og skorinn í agnarsmáa bita
  • chili fræhreinsað og skorið í litla bita
  • kartöflur og brokkolí skorið í hæfilega munnbita
  • olía hituð á pönnu og hvítlaukur, engifer, chili og karrípaste látið mýkjast og malla í 2-3 mín.
  • grænmetisteningar látnir leysast upp í vatninu og bætt útí ásamt kókosmjólk, tómötum og kartöflum og látið sjóða í u.þ.b. 5 mín.
  • brokkolíinu er bætt við og þetta er soðið áfram í 7 mín.
  • salti, pipar og ferskum kóríander er bætt við eftir smekk.

No comments:

Post a Comment