Sunday, April 17, 2011

Tandoori kjúklingalundir

fyrir 4
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk Garam Masala krydd
  • 1 msk kanill
  • 2 1/2 msk Rajah tandoori mauk
  • safi af 1 sítrónu
  • 3 dl létt AB-mjólk
  • 1 1/2 msk agavesíróp
  • 600 g kjúklingalundir
  • 25 g saxaður ferskur kóríander, saxaður
Blandið saman hvítlauknum, kryddunum,sítrónusafanum, maukinu, AB-mjólkinni og sírópinu. Setjið kjúklingalundirnar út í og látið marinerast í amk. klukkustund. Þræðið lundirnar upp á pinna og grillið í u.þ.b.  5 mínútur á hvorri hlið. Stráið fersku kóriander yfir grillaðan kjúklinginn.
Mintusósa
  • 1 dl létt AB-mjólk
  • 1 dós sýrður rjómi 10%
  • ½ lítil dós ananas, saxaður
  • handfylli af ferskri mintu, söxuð
  • pínu salt
Blandið öllu saman og kælið.

Primal meðlæti:
  • Blandað salat. 
Annað mögulegt meðlæti:
  • Santa Maria heilhveiti tortillur
  • 1 dós hreinn fetaostur
  • 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í bita
  • 1 askja Lambhaga eikarlauf
Vefjið grillaðri kjúklingalund ásamt sósu grænmeti og fetaosti inn í hverja tortillu fyrir sig og berið fram.
Eða berið fram með blönduðu salati og hrísgrjónum.


No comments:

Post a Comment