Wednesday, February 2, 2011

Kjúklingur með beikoni

Hráefni:
  • 4 kjúklingabringur
  • 125 grömm rjómaostur með kryddblöndu
  • 50 grömm rifinn ostur
  • 2 teskeiðar grófkorna sinnep eða dijon sinnep
  • Nýmalaður pipar
  • 8-12 sneiðar magurt beikon
  • 250 grömm kirsuberjatómatar 


Aðferð:
  • Hitaðu ofninn í 200 gráður. 
  • Leggðu kjúklingabringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í aðra hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. 
  • Hrærðu saman rjómaosti, rifnum osti og sinnepi. 
  • Skiptu blöndunni í fjóra hluta og fylltu bringurnar. 
  • Kryddaðu þær með dálitlum pipar og vefðu svo 2-3 beikonsneiðum utan um hverja bringu. 
  • Raðaðu þeim í eldfast mót og dreifðu tómötunum í kring. 
  • Steiktu kjúklinginn og tómatana í ofninum, í um 20 mínútur, eða þar til bringurnar eru steiktar í gegn og ostayllingin farin að bráðna. 
  • Berðu bringurnar og tómatana fram í mótinu eða settu á fat.
  • Skafðu bráðinn ost og soð úr mótinu, hrærðu það saman og berðu það fram sem sósu.
Gott er að bera fram blandað salat með kjúklingnum.


Uppskrift af http://www.vefuppskriftir.com

No comments:

Post a Comment