Uppskrift fyrir ca.4

- 4 kjúklingabringur
- ½ bolli kókosflögur
- ½ bolli möndlumjöl
- salt og pipar
- 2 egg (hægt að nota mjólk í staðinn)
- 3 msk kókosolía
- blandað salat
- 2 msk ólífuolia
- 2 msk sítrónusafi
Aðferð:
- Snyrtu kjúklingabringurnar, skolaðu þær í köldu vatni og þerraðu.
- Skerðu bringurnar síðan í ræmur og settu til hliðar
- Blandaðu saman í djúpan disk, kókosflögur, möndlumjöl, salt og pipar.
- Brjóttu eggin í aðra skál og hrærðu þeim saman.
- Veltu svo kjúklingastrimlunum uppúr eggjunum og síðan veltirðu þeim uppúr þurrblöndunni.
- Hitaðu kókosolíu á miðlungsheitri pönnu og steiktu kjúklinginn þar til að að ,,húðin" verður gullinbrún og kjúklingurinn eldaður í gegn.
- Búðu til salat úr öllu því hráefni sem þig lystir og blandaðu kjúklingnum samanvið.
- Settu svo örlítið af ólífuolíu sítrónusafa og salt og pipar yfir salatið.
No comments:
Post a Comment