Thursday, May 19, 2011

Nautahakksréttur með sellerírótarbitum



Innihald
  • 1 msk kókosolía
  • 1 rauðlaukur
  • 300g nautahakk
  • 2 msk green/yellow curry paste
  • lófafylli af rúsínum
  • 2 msk ferskur kóríander
  • salt eftir smekk

Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann mýkist.
Nautahakkinu bætt við og látið brúnast. Þá er kominn tími til að bæta við karrýinu og rúsínunum.
Hitinn er lækkaður og látið krauma í nokkrar mínútur.
Þá er rétturinn tilbúinn en gott er að bæta við smá ferskum kóríander í lokin.


Sellerírótarbitar
  • 2 tsk kókosolía
  • 1 sellerírót
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • 1 msk ferskt rósmarín
  • 1 msk ferskt timian
  • 1 tsk kúmenfræ
Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og sellerírótin steikt í nokkrar mínútur.
Svo bætast kjúklingakrafturinn og kryddjurtirnar við og er þetta látið krauma á lágum hita með pottlokið á í 6-7 mínútur. Lokið er síðan tekið af og látið krauma í nokkrar mínútur, eða þangað til mesti vökvinn er farinn úr og sellerírótin orðin nokkuð mjúk (svipað og kartöflur).

No comments:

Post a Comment