Thursday, February 17, 2011

Tilviljunarfiskur

Hráefni:
  • Ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur, roð og beinhreinsaður
  • Lime-pipar
  • rófa, skorin í litla teninga
  • 2-3 gulrætur, skornar í litla teninga
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • slatti af frosnu blómkáli, niðursöxuðu
  • 5 cm bútur blaðlaukur, fínt saxaður
  • 1 soho hvítlaukur (í körfunum, eða 2-3 rif), fínt saxaður (ekki pressaður!)
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • 4 msk rjómaostur
  • 4 tsk dijon-sinnep
  • 1 tsk karrý
  • 2 tsk kóríander
  • 1 msk hunang
  • 5 msk relish (maukaðar súrar gúrkur, sjá)

Aðferð:
  • Fiskurinn skorinn niður í stóra bita (hvert flak kannski í 2-3 bita) og þeim raðað í eldfast fat.
  • Kryddað vel með lime-pipar.
  • Grænmetið allt saxað og því blandað saman í skál
  • Kryddað með svörtum pipar
  • Öllu í sósuna er blandað saman í annarri skál og smakkað til
  • Smyrjið svo sósunni yfir flökin og skutlið grænmetinu yfir.
  • Inní ofn á 190°C í ca 25 mínútur.

Hægt er að bera þennan rétt fram með soðnu kínóa (quinoa) með smátt skorinni gúrku, tómötum og fersku kóríander. Hægt er að krydda kínóað með lime-pipar, smá karrý, sveppatening og smá salti áður en kveikt er undir því.

Uppskrift stolið héðan.

Thursday, February 3, 2011

Tandoori kjúklingabringur

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur
  • ½ laukur
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk rifinn engifer
  • 1 msk olía
  • 1 dl ab- mjólk
  • 3 msk tandoori kryddblanda
  • 1/2 tsk chili mauk (valfrjálst)



Aðferð:

  • Skerðu kjúklingabringurnar í bita
  • Blandaðu öllu öðru hráefni saman og býrð til marineringu.
  • Settu kjúklinginn í sósuna og láttu marinerast í ca 15 mín.
  • Láttu bitana á ofnplötu (með smjörpappír) og bakaðu á 200°c í ca. 30 mín.



Gott er að bera fram með hrísgrjónum og/eða blönduðu salati.

Wednesday, February 2, 2011

Kjúklingur með beikoni

Hráefni:
  • 4 kjúklingabringur
  • 125 grömm rjómaostur með kryddblöndu
  • 50 grömm rifinn ostur
  • 2 teskeiðar grófkorna sinnep eða dijon sinnep
  • Nýmalaður pipar
  • 8-12 sneiðar magurt beikon
  • 250 grömm kirsuberjatómatar 


Aðferð:
  • Hitaðu ofninn í 200 gráður. 
  • Leggðu kjúklingabringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í aðra hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. 
  • Hrærðu saman rjómaosti, rifnum osti og sinnepi. 
  • Skiptu blöndunni í fjóra hluta og fylltu bringurnar. 
  • Kryddaðu þær með dálitlum pipar og vefðu svo 2-3 beikonsneiðum utan um hverja bringu. 
  • Raðaðu þeim í eldfast mót og dreifðu tómötunum í kring. 
  • Steiktu kjúklinginn og tómatana í ofninum, í um 20 mínútur, eða þar til bringurnar eru steiktar í gegn og ostayllingin farin að bráðna. 
  • Berðu bringurnar og tómatana fram í mótinu eða settu á fat.
  • Skafðu bráðinn ost og soð úr mótinu, hrærðu það saman og berðu það fram sem sósu.
Gott er að bera fram blandað salat með kjúklingnum.


Uppskrift af http://www.vefuppskriftir.com

Ýsu-og rækjuréttur

Hráefni:

  • 800 g ýsuflök
  • 300 g rækjur
  • 200 g sveppir
  • 1 laukur
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 2 gulrætur skornar í sneiðar
  • 1/2 dós ananaskurl
  • 150 g rjómaostur
  • 1 1/2 dl rjómi/ kaffirjómi
  • 1/2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk karrý
  • 1 1/2 tsk súpukraftur

Aðferð:

  • Steikið lauk og blaðlauk í smjöri
  • Bætið við paprikunni, gulrótunum, sveppunum, ananaskurlinu og safanum
  • Látið krauma í smástund. 
  • Setjið rjómaostinn og rjómann út í og látið jafnast út. 
  • Bætið kryddunum og súpukraftinum við.
  • Þá er fiskurinn settur út í og látið krauma í 8-10 mínútur. 
  • Bætið nú rækjunum út í og sjóðið í 1-2 mínútur. 

Meðlæti: hrísgrjón og/eða salat/hrásalat

Uppskrift tekin af www.bb.is

Tuesday, February 1, 2011

Lambalærissneiðar með sítrónu og mintu


Lærissneiðarnar eru góðar steiktar en enn betri grillaðar.

Hráefni:
  • 4 stk Lambalærissneiðar
  • 1 stk Hvítlauksrif (saxað)
  • 1 búnt Vorlaukur (saxaður)
  • 1 tsk Mintulauf  (söxuð)
  • 1 stk Sítróna, safi og börkur 
  • 4 msk Jómfrúarólífuolía 
  • Salt og svartur pipar



Aðferð:
  • Blandið saman hvítlauk, vorlauk, mintu, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki og ólífuolíu.
  • Skerið í fitulagið á lærissneiðunum með jöfnu millibili (til þess að það verpist ekki þegar þær eru grillaðar/steiktar) og raðið þeim á djúpan bakka, þannig að vel fari um hverja sneið.
  • Hellið kryddlögnum yfir kjötið, hyljið bakkann með plastfilmu og geymið í kæliskáp yfir nótt (allavega nokkrar klst.)
  • Grillið sneiðarnar á útigrillinu eða steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
  • Gott að bera lærissneiðarnar fram með hvítlaukssósu, bökuðum kartöflum og góðu grænmeti.

Hægt er að nota annað lambakjöt en lærissneiðar, ss. kótelettur eða framhryggjasneiðar.

Uppskrift tekin af www.kjarnafaedi.is