Monday, January 31, 2011

Japanskur kjúklingaréttur með stökkum núðlum.

Fyrir 6-8
Hráefni:
  • 6-8 kjúklingabringur
  • Olía til steikingar
  • Sweet  hot chili-sósa, eftir smekk
  • 2 pokar súpunúðlur
  • 200 gr möndluflögur
  • 2-4 msk sesamfræ 
  • Blandað salat, t.d. klettasalat, eikarlauf og lambasalat
  • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 2 mangó, skorin í bita
  • 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 
  • 1 bolli ólífuolía
  • ½ bolli balsamedik
  • 4 msk sykur
  • 4 msk. sojasósa 

Aðferð:

  • Skerið kjúklingabringur í strimla og snöggsteikið í olíu á pönnu. Hellið sweet hot chili-sósunni yfir og látið malla í smá stund.
  • Setjið ólífuolíu, balsamedik, sykur og sojasósu í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið af og til í sósunni á meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki. Láta kólna
  • Brjótið súpunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið til hliðar á disk og látið kólna. Ristið möndluflögur og sesamfræ sitt í hvoru lagi, Setjið til hliðar og kælið.
  • Setjið salat í stóra skál eða fat og blandið kirsuberjatómötunum mangóbitum og rauðlauk saman við. Dreifið ristuðu núðlunum, möndluflögunum og sesamfræjunum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks heita kjúklingastrimlana ofan á.

Þessi réttur geymist vel og er líka góður kaldur.

Það er að sjálfsögðu hægt að minnka og stækka hlutföllin eftir því sem við á.  

Ég man ekki hvaðan ég fékk þessa uppskrift.

Blómkálsgrjón

Hráefni 
  • 1 stórt blómkálshöfuð
  • 1-2 msk smjör eða kókosolía
  • salt eftir smekk
  • pressaður hvítlaukur (valfrjálst)

Aðferð
  • Setjið blómkálshöfuðið í nokkrar mín í örbylgjuna til þess að mýkja það.
  • Notið stóru götin í ostarifjárninu til þess að rífa niður blómkálshöfuðið
  • Hitið smjör eða olíu á stórri pönnu (miðlungsheit/heit panna)
  • Bættu blómkálinu við og eldaðu þar til blómkálið er orðið mjúkt og orðið örlítið ristað. 
  • Hægt er að bæta við hvítlauk í endann.
  • Þá eru grjónin tilbúin.
califlour-rice

Uppskrift fengin af http://thisprimallife.com

Chiliolía

Hráefni:
  • 250ml ólífuolía (mátt nota aðra olíu)
  • 5-10 fínt skorið ferskt chili
  • 1-2 heil chili
  • hvítlaukur (valfrjálst)

Aðferð:
  • Hitaðu olíuna í potti og bættu við fínt skorna chiliinu. 
  • Við eldum chiliið í ca.15 mín og viljum að hitinn nái upp í a.m.k. 85°c í 5 mín til þess að drepa allar bakteríur.
  • Látið þetta standa þar til kólnar, setjið álpappír eða pottlok yfir og látið standa í 12-24 tíma. 
  • Hægt er að bæta við fínt skornum hvítlauk til þess að fá skemmtilega blöndu.
  • Fjarlægðu chiliið og fræin úr blöndunni áður en þú hellir olíunni í flösku eða það ílát sem þú ætlar að geyma hana í. 
  • Skerðu heilu chiliin í strimla, fræhreinsaðu og settu í flöskuna.
  • Best er að geyma olíuna í kæli.
Fengið að láni:
Mynd

    Anuja's Sri Lanka kjúklingakókoskarrí


    Sri Lankan Coconut Chicken Curry
    Hráefni:
    • 2 tsk kókosolía
    • 1 skorinn laukur
    • 3 muldir hvítlauksgeirar
    • 2 tsk rifið ferskt engifer 
    • 3-4 græn eða rauð chili (fræhreinsið og skerið í ræmur) 
    • 1 tsk þurrkað tumeric
    • 1 tsk þurrkað kóríander
    • ½ tsk cayenne pepper
    • 5 stórar kjúklingabringur, skornar í bita. 
    • 1 dós kókosmjólk (skildu eftir smá af rjómakennda hlutanum af kókosmjólkinni til að bæta við í endann).
    • 1 pandan leaf eða ¼ bolli af ferskum karrílaufum (ég nota bara smávegis af venjulegu karrí)
    • 2 tsk sítrónusafi 
    • salt

    Aðferð:
    • Hitaðu olíu á stórri pönnu og bættu við lauk.
    • Steiktu á frekar lágum hita þar til laukurinn mýkist.
    • Bættu við hvítlauk, chili, turmeric, kóríander og cayenne.
    • Steiktu kjúklinginn örlítið á annarri pönnu.
    • Sameinaðu síðan báðar pönnurnar í pott og bættu við kókosmjólk, karrí og eldaðu í ca. 45 mínútur.
    • Undir lokin er gott að bæta við sítrónusafanum og afgangnum af kókosmjólkinni.
    • Saltið eftir smekk
    Berið fram með hrísgrjónum eða blómkálsgrjónum.

    Uppskriftir fengnar af http://thisprimallife.com

    Kókos kjúklingur


    Uppskrift fyrir ca.4
    2988339209 5b1c0a36eeHráefni:
    • 4 kjúklingabringur
    • ½ bolli kókosflögur
    • ½ bolli möndlumjöl
    • salt og pipar
    • 2 egg (hægt að nota mjólk í staðinn)
    • 3 msk kókosolía
    • blandað salat
    • 2 msk ólífuolia
    • 2 msk sítrónusafi


    Aðferð:

    • Snyrtu kjúklingabringurnar, skolaðu þær í köldu vatni og þerraðu.
    • Skerðu bringurnar síðan í ræmur og settu til hliðar
    • Blandaðu saman í djúpan disk, kókosflögur, möndlumjöl, salt og pipar. 
    • Brjóttu eggin í aðra skál og hrærðu þeim saman.
    • Veltu svo kjúklingastrimlunum uppúr eggjunum og síðan veltirðu þeim uppúr þurrblöndunni.
    • Hitaðu kókosolíu á miðlungsheitri pönnu og steiktu kjúklinginn þar til að að ,,húðin" verður gullinbrún og kjúklingurinn eldaður í gegn. 
    • Búðu til salat úr öllu því hráefni sem þig lystir og blandaðu kjúklingnum samanvið.
    • Settu svo örlítið af ólífuolíu sítrónusafa og salt og pipar yfir salatið.
      Uppskrift tekin af Mark's Daily Apple

      Þorskur með papriku og chili

      Hráefni:




      • 800g þorskflök
      • 2 stk grænar paprikur
      • 2 stk rauðar paprikur
      • 1 stk laukur(stór)
      • 3 stk hvítlauksgeirar
      • 1 stk chilialdin
      • 12 stk myntulauf
      • ólífuolía
      • grænmetiskraftur
      • chiliolía (uppskrift hér)
      • pipar og salt

      Aðferð:
      • Skerið paprikurnar i tvennt og fræhreinsið.
      • Afhýðið lauk og hvítlauk og setjið ásamt paprikum og chili i olísmurt mót.
      • Steikið i ofni i 10 mín við 200°C
      • Kælið og maukið i matvinnsluvél.
      • Skerið þorskflökin i jafna bita, smyrjið eldfast mót og setjið fiskinn í mótið.
      • Kryddið með saxaðri myntu, salti og pipar (takið frá örlítið af myntunni til að strá yfir i lokin)
      • Blandið paprikumaukinu saman við þorskinn i mótinu og hellið smá chiliolíu yfir.
      • Bakið við 180°C í um 15 mín.
      Uppskrift af þorskrétti