Wednesday, May 25, 2011

Karrísúpa

Innihald
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 3 cm ferskur engifer
  • 2 st. rautt chili
  • 1 msk karrípaste
  • 1 dl vatn
  • 2 stk grænmetisteningar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós tómatar
  • 2 stk. stórar kartöflur
  • 1 stk brokkolíhöfuð
  • salt, pipar og kóríander eftir smekk

Aðferð
  • Hvítlaukur pressaður og engifer afhýðaður og skorinn í agnarsmáa bita
  • chili fræhreinsað og skorið í litla bita
  • kartöflur og brokkolí skorið í hæfilega munnbita
  • olía hituð á pönnu og hvítlaukur, engifer, chili og karrípaste látið mýkjast og malla í 2-3 mín.
  • grænmetisteningar látnir leysast upp í vatninu og bætt útí ásamt kókosmjólk, tómötum og kartöflum og látið sjóða í u.þ.b. 5 mín.
  • brokkolíinu er bætt við og þetta er soðið áfram í 7 mín.
  • salti, pipar og ferskum kóríander er bætt við eftir smekk.

Grænmetissúpa

Innihald
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 stk. laukar
  • 3 stk. hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. oregano
  • 1 tsk. basilika
  • 1/2 tsk. timian
  • 2 stk. sellerístilkar
  • 2 stk. gulrætur
  • 1 stk. sæt kartafla
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 lítil dós tómatpaste
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 lítri vatn
  • 4 stk. grænmetisteningar


Aðferð:
  • Laukarnir skornir í þunna strimla og hvítlaukurinn pressaður.
  • olían hituð í potti og laukurinn og hvítlaukurinn látnir mýkjast þar í.
  • grænmeti skorið í hæfilega stóra munnbita og bætt útí
  • kryddinu, tómatpaste, tómötum, vatni og grænmetiskrafti er að lokum bætt við og allt er þetta soðið í 20-25 mín.

Thursday, May 19, 2011

Nautahakksréttur með sellerírótarbitum



Innihald
  • 1 msk kókosolía
  • 1 rauðlaukur
  • 300g nautahakk
  • 2 msk green/yellow curry paste
  • lófafylli af rúsínum
  • 2 msk ferskur kóríander
  • salt eftir smekk

Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann mýkist.
Nautahakkinu bætt við og látið brúnast. Þá er kominn tími til að bæta við karrýinu og rúsínunum.
Hitinn er lækkaður og látið krauma í nokkrar mínútur.
Þá er rétturinn tilbúinn en gott er að bæta við smá ferskum kóríander í lokin.


Sellerírótarbitar
  • 2 tsk kókosolía
  • 1 sellerírót
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • 1 msk ferskt rósmarín
  • 1 msk ferskt timian
  • 1 tsk kúmenfræ
Fyrst er kókosolía hituð á pönnu og sellerírótin steikt í nokkrar mínútur.
Svo bætast kjúklingakrafturinn og kryddjurtirnar við og er þetta látið krauma á lágum hita með pottlokið á í 6-7 mínútur. Lokið er síðan tekið af og látið krauma í nokkrar mínútur, eða þangað til mesti vökvinn er farinn úr og sellerírótin orðin nokkuð mjúk (svipað og kartöflur).

Sunday, May 15, 2011

Æðislegt kjúklingasalat

Innihald:

    •    kjúklingabringur (skornar í bita/strimla)
    •    salt
    •    pipar
    •    dökkt agave sýróp
    •    sesamfræ

    •    salat (t.d. klettasalat, tómatur, avakadó, agúrka, paprika)

Dressing:
    •    ólífuolía
    •    hvítlaukur
    •    engifer
    •    steinselja
    •    1/2 tsk grænmetiskraftur
    •    smá salt
Öllu hrært vel saman.


Aðferð:

Kjúklingabringurnar eru steiktar uppúr ólífuolíu og kryddaðar með salti og pipar.
Þegar bringurnar eru fullsteiktar er agave sýrópinu og sesamfræunum hellt yfir og látið krauma á pönnunni í smá tíma.

Kjúklingurinn er látinn í salatbeðið og dressingunni er hellt yfir. Voila!