Wednesday, January 11, 2012

Lamba rub

Ein besta kryddblanda á grillað lambakjöt sem ég hef smakkað.

1 msk. timían
1 msk. rósmarín
1 msk. basilíka
2 tsk. pipar
1 msk. hvítlauksduft
1 tsk. salt

Uppskrift úr Gestgjafanum.

Monday, November 28, 2011

Humarsalat með sætum kartöflum og dillsósu

Innihald:
  • 1 kg humar (skelflettur)
  • 1 sæt kartafla (skorin í teninga)
  • 3 msk smjör
  • 3 hvítlauksgeirar (smátt saxaðir)
  • 1 msk steinselja
  • 1 msk timian
  • salt og pipar
  • blandað salat að eigin vali
  • rauð paprika
  • agúrka
  • tómatar

Aðferð:
  • Bræðið 2 msk af smjöri á pönnu og bætið við helmingnum af hvítlauknum, helmingnum af kryddjurtunum og smá salti&pipar.
  • steikið kartöfluteningana þar til þeir eru orðnir smá brúnaðir, lækkið þá hitann og setjið lok yfir og látið krauma þar til þeir eru orðnir mjúkir og tilbúnir til átu.
  • Bræðið 2 msk af smjöri á annarri pönnu og bætið við restinni af hvítlauknum og kryddjurtunum.
  • Steikið humarinn.
  • Leggið humarinn og kartöflurnar á tilbúina salatblönduna og setjið smá sósu yfir allt saman.
 Dillsósa:
  • sýrður rjómi
  • dill
  • hvítlaukur (val þar sem það er nú þegar hvítlaukur í matnum)
  • salt
  • pipar

Wednesday, August 17, 2011

Humarsalat

Uppskriftin er fyrir fjóra til sex.

Innihald

    •    1 kg humar, án skeljar
    •    klípa af smjöri
    •    3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð
    •    2  msk. timjan og/eða steinselja, saxað
    •    1 avókadó
    •    1 mangó
    •    melónubitar (helst cantaloupe, appelsínugult kjöt)
    •    grænt salat, t.d.  klettasalat, spínat
    •    graslaukur
    •    handfylli bláber
    •    salt og grófmalaður pipar


Aðferð

Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið síðan timjani og/eða steinselju út á og síðan humrinum. Eldið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á.  Bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með.

Dressing

    •    3 msk. ólífuolía
    •    3 msk. sítrónusafi
    •    1 tsk. dijon sinnep
    •    3 hvítlauksrif, marin
    •    1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja
    •    salt og grófmalaður pipar
Hráefnið sett í skál og allt hrært vel saman með gaffli.

Tekið af: http://www.dv.is/pjattrofur/2011/08/08/uppskrift-humarsalat-sumarsins/

Kalkúna eða svína morgunverðar pylsa

Hráefni
  • 450-500g  hakkað kalkúnakjöt eða svínakjöt
  • 1 tsk laukduft
  • 1/4 tsk af hverju: kúmín, svartur pipar, múskat, oregano, rauðar piparflögur, og malað engifer
  • 1-1/2 tsk alifugla (poultry) seasoning (eða 1/2 tsk af hverju: þurrkað basil, blóðberg og sage)
  • 1-1/2 tsk sea salt
  • 1 egg, létt þeytt

Aðferð
  • Blandaðu hráefnunum saman og láttu í kæli á a.m.k. klukkustund.
  • Búðu til klatta og steiktu þá þar til þeir eru fallega brúnir á báðum hliðum.
  • Ef þú notar kalkún gætirðu þurft að nota smá olíu á pönnuna. 
Tekið héðan: http://cavemanfood.blogspot.com

Tuesday, August 16, 2011

Ferskjuklattar

Klattarnir innihalda ca. 110 kaloríur hver og minna en 6 grömm af náttúrulegum sykri (uppskrift miðast við 10 stk.).

Innihald

  • 2.5 dl þurrkaðar ferskjur (líka gott að nota apríkósur)
  • 2.5 dl ristaðar möndlur
  • 1.25 dl ósættar kókosflögur
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 1 egg 

Leiðbeiningar


  • Blandaðu öllu þurra hráefninu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið nokkuð fínt.
  • Helltu ólífuolíunni yfir á meðan hráefnin blandast saman
  • Blandaðu egginu vel saman við blönduna í skál en ekki matvinnsluvél 
  • Gerðu ca. 10 klatta úr ,,deiginu" og settu á bökunarplötu.
  • Bakaðu á 180°c hita í ca. 20 mín.
Uppskrift tekin héðan: http://cavemanfood.blogspot.com/2009/01/primal-peach-patties.html

Tuesday, June 14, 2011

Kjúklingaleggir

Innihald:

kjúklingaleggir (nægir fyrir 20 leggi)
1 dl sojasósa
2 msk engiferrót
2 msk sesamolía eða ólífuolía
1 tsk kúmínduft
2 tsk garam masala eða karríduft
1/8 tsk cayennepipar
2 msk sesamfræ


Aðferð:

Rífið engiferrót. Blandið saman sojasósu, engifer, olíu, kúmíndufti, garam masala, cayennepipar og sesamfræum. Penslið kjúklingaleggina með kryddleginum og látið marenerast í a.m.k. í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°c. Klæðið ofnplötuna með bökunarpappír og leggið kjúklingaleggina þar á. Bakið í miðjum ofninum í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru gegnum eldaðir og stökkir. Varist að setja of mikið af marineringunni ef ætlunin er að hafa þá frekar stökka.

Wednesday, May 25, 2011

Karrísúpa

Innihald
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 3 cm ferskur engifer
  • 2 st. rautt chili
  • 1 msk karrípaste
  • 1 dl vatn
  • 2 stk grænmetisteningar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós tómatar
  • 2 stk. stórar kartöflur
  • 1 stk brokkolíhöfuð
  • salt, pipar og kóríander eftir smekk

Aðferð
  • Hvítlaukur pressaður og engifer afhýðaður og skorinn í agnarsmáa bita
  • chili fræhreinsað og skorið í litla bita
  • kartöflur og brokkolí skorið í hæfilega munnbita
  • olía hituð á pönnu og hvítlaukur, engifer, chili og karrípaste látið mýkjast og malla í 2-3 mín.
  • grænmetisteningar látnir leysast upp í vatninu og bætt útí ásamt kókosmjólk, tómötum og kartöflum og látið sjóða í u.þ.b. 5 mín.
  • brokkolíinu er bætt við og þetta er soðið áfram í 7 mín.
  • salti, pipar og ferskum kóríander er bætt við eftir smekk.