Uppskriftin er fyrir fjóra til sex.
Innihald
• 1 kg humar, án skeljar
• klípa af smjöri
• 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð
• 2 msk. timjan og/eða steinselja, saxað
• 1 avókadó
• 1 mangó
• melónubitar (helst cantaloupe, appelsínugult kjöt)
• grænt salat, t.d. klettasalat, spínat
• graslaukur
• handfylli bláber
• salt og grófmalaður pipar
Aðferð
Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið síðan timjani og/eða steinselju út á og síðan humrinum. Eldið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á. Bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með.
Dressing
• 3 msk. ólífuolía
• 3 msk. sítrónusafi
• 1 tsk. dijon sinnep
• 3 hvítlauksrif, marin
• 1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja
• salt og grófmalaður pipar
Hráefnið sett í skál og allt hrært vel saman með gaffli.
Tekið af: http://www.dv.is/pjattrofur/2011/08/08/uppskrift-humarsalat-sumarsins/
Wednesday, August 17, 2011
Kalkúna eða svína morgunverðar pylsa
Hráefni
- 450-500g hakkað kalkúnakjöt eða svínakjöt
- 1 tsk laukduft
- 1/4 tsk af hverju: kúmín, svartur pipar, múskat, oregano, rauðar piparflögur, og malað engifer
- 1-1/2 tsk alifugla (poultry) seasoning (eða 1/2 tsk af hverju: þurrkað basil, blóðberg og sage)
- 1-1/2 tsk sea salt
- 1 egg, létt þeytt
Aðferð
- Blandaðu hráefnunum saman og láttu í kæli á a.m.k. klukkustund.
- Búðu til klatta og steiktu þá þar til þeir eru fallega brúnir á báðum hliðum.
- Ef þú notar kalkún gætirðu þurft að nota smá olíu á pönnuna.
Tuesday, August 16, 2011
Ferskjuklattar
Klattarnir innihalda ca. 110 kaloríur hver og minna en 6 grömm af náttúrulegum sykri (uppskrift miðast við 10 stk.).
Leiðbeiningar
Innihald
- 2.5 dl þurrkaðar ferskjur (líka gott að nota apríkósur)
- 2.5 dl ristaðar möndlur
- 1.25 dl ósættar kókosflögur
- 1 matskeið ólífuolía
- 1 egg
Leiðbeiningar
- Blandaðu öllu þurra hráefninu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið nokkuð fínt.
- Helltu ólífuolíunni yfir á meðan hráefnin blandast saman
- Blandaðu egginu vel saman við blönduna í skál en ekki matvinnsluvél
- Gerðu ca. 10 klatta úr ,,deiginu" og settu á bökunarplötu.
- Bakaðu á 180°c hita í ca. 20 mín.
Subscribe to:
Posts (Atom)