Athugið að ef þið ætlið að hafa kartöflurnar með er best að byrja á þeim þar sem að þær taka lengri tíma.
fyrir 4
- 4 kjúklingabringur
- 1 pestókrukka (grænt, rautt eða heimagert)
- 2 msk rjómaostur
- 1 mozzarellakúla, rifin
- 2 stórir tómatar eða nokkrir litlir, skornir í sneiðar (eða sólþurrkaðir)
- salt og pipar eftir smekk
Skerið kjúklingabringurnar í tvo hluta og raðið í eldfast mót. Ég sker kjúklingabringurnar í tvo hluta svo að þær þurfi styttri eldunartíma. Hrærið saman pestóinu og rjómaostinum og hellið yfir kjúklinginn. Stráið svo mozzarella og tómötunum yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið við 200 C í 20-25 mínútur.
Ég bar kjúklinginn fram með kartöfluskífum sem ég geri svona;
Balsamkartöflur
- Nokkrar kartöflur, skornar í 0.5 cm þykkar sneiðar
- 0.5 dl ólífuolía
- 2-3 msk balsamedik
- salt og pipar
Raðið kartöflunum á bökunarplötu. Mér finnst oft gott að nota smjörpappír undir, þá festast kartöflurnar síður við. Hellið ólífuolíu og balsamediki yfir og bakið við 200 C í 40 mínútur.
Fyrir þá sem vilja gera pestóið sitt sjálfir, sem er mjög einfalt, þá læt ég fylgja hérna uppskrift af því:
Pestó
- Handfylli af ferskum basilikublöðum
- 50 g parmesanostur, rifinn
- 1 1/2 dl ólífuolía
- 3 msk furuhnetur
- salt og pipar
- avokado (valfrjálst)