Monday, November 28, 2011

Humarsalat með sætum kartöflum og dillsósu

Innihald:
  • 1 kg humar (skelflettur)
  • 1 sæt kartafla (skorin í teninga)
  • 3 msk smjör
  • 3 hvítlauksgeirar (smátt saxaðir)
  • 1 msk steinselja
  • 1 msk timian
  • salt og pipar
  • blandað salat að eigin vali
  • rauð paprika
  • agúrka
  • tómatar

Aðferð:
  • Bræðið 2 msk af smjöri á pönnu og bætið við helmingnum af hvítlauknum, helmingnum af kryddjurtunum og smá salti&pipar.
  • steikið kartöfluteningana þar til þeir eru orðnir smá brúnaðir, lækkið þá hitann og setjið lok yfir og látið krauma þar til þeir eru orðnir mjúkir og tilbúnir til átu.
  • Bræðið 2 msk af smjöri á annarri pönnu og bætið við restinni af hvítlauknum og kryddjurtunum.
  • Steikið humarinn.
  • Leggið humarinn og kartöflurnar á tilbúina salatblönduna og setjið smá sósu yfir allt saman.
 Dillsósa:
  • sýrður rjómi
  • dill
  • hvítlaukur (val þar sem það er nú þegar hvítlaukur í matnum)
  • salt
  • pipar