Innihald:
kjúklingaleggir (nægir fyrir 20 leggi)
1 dl sojasósa
2 msk engiferrót
2 msk sesamolía eða ólífuolía
1 tsk kúmínduft
2 tsk garam masala eða karríduft
1/8 tsk cayennepipar
2 msk sesamfræ
Aðferð:
Rífið engiferrót. Blandið saman sojasósu, engifer, olíu, kúmíndufti, garam masala, cayennepipar og sesamfræum. Penslið kjúklingaleggina með kryddleginum og látið marenerast í a.m.k. í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 200°c. Klæðið ofnplötuna með bökunarpappír og leggið kjúklingaleggina þar á. Bakið í miðjum ofninum í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru gegnum eldaðir og stökkir. Varist að setja of mikið af marineringunni ef ætlunin er að hafa þá frekar stökka.